Sigurður: Lenti illilega saman við Davíð

Sverrir Vilhelmsson

Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings, segir að stjórnendum bankans hafi alltaf þótt furðuleg ráðstöfun að Davíð Oddsson var gerður að formanni bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Sigurður staðfesti í viðtali við Markaðinn á Stöð 2 að honum og Davíð hafi lent illilega saman á fundi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í Washington á síðasta ári þegar hann var spurður að því í þættinum.

Þegar Björn Ingi Hrafnsson, umsjónarmaður Markaðarins, spurði Sigurð hvort rétt væri að Davíð hefði hótað að fella Kaupþing ef bankinn stæði fast við kröfur um að hlutabréf bankans yrðu skráð í evrum, sagðist Sigurður geta staðfest það.

Sigurður segist varla vita það hvernig Kaupþing hafi áunnið sér þá óvild sem hafi ríkt gagnvart Kaupþingi. Það sé alveg ljóst að óvild hafi ríkt í garð Kaupþings frá árinu 1997 eða 1998 þegar Fjárfestingabanki atvinnulífsins er seldur. Sú óvild hafi verið viðvarandi alla götur síðan. Hann segir óvenjulegt og óþægilegt að reka stærsta banka landsins og hafa á tilfinningunni að öllum brögðum sé beitt til þess að koma höggum á bankann. 
mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK