Veikir málstað Íslendinga

Davíð Odsson á Viðskiptaþingi í síðustu viku.
Davíð Odsson á Viðskiptaþingi í síðustu viku. mbl.is/Kristinn

Upplýsingarnar sem Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, sagði að hann byggi yfir á fundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku, gætu styrkt málstað breskra stjórnvalda í deilunni um setningu hryðjuverkalaga til að frysta eignir íslenskra banka í síðasta mánuði. Þetta segir  Financial Times.

Í grein í FT segir að Davíð hafi í varnaræðu sinni á fundi Viðskiptaráðs síðastliðinn þriðjudag sagt að öll samtöl vegna þessa máls hafi ekki verið birt. Þegar málin verði rannsökuð hljóti fleiri samtöl að verða birt og honum, þ.e. Davíð, sé kunnugt um efni þeirra og honum sé kunnugt um hvað í raun hafi ráðið afstöðu breskra sjórnvalda.

„Þetta er í fyrsta skipti sem einn af þeim sem er í innsta hring íslenska fjármálakerfisins gefur í skyn að það sé Íslendingum sjálfum að kenna að Bretar tóku hina umdeildum ákvörðun,“ segir FT. Þá segir blaðið að þessi orð Davíðs kunni að veikja málstað Íslendinga í fyrirhuguðum málaferlum íslenskra stjórnvalda gegn breskum fyrir beitingu hryðujverkalanna gegn Íslendingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir