Félög skráð á Tortola eru 136 talsins

Starfsemi félaga sem skráð eru á Tortola eru meðal verkefna …
Starfsemi félaga sem skráð eru á Tortola eru meðal verkefna sem bíða sérstaks saksóknara mbl.is/Kristinn

Alls fengu 136 félög, sem eru skráð til heimilis á Tortola-eyju, leyfi til að stunda viðskipti á Íslandi á árunum 2000 til 2008. Þetta kemur fram í tölum frá Fyrirtækjaskrá sem Morgunblaðið hefur undir höndum.

Kaupþing er skráður umboðsaðili 52 þessara félaga, eða um 40 prósenta þeirra.

Bankinn fékk leyfi fyrir 23 af þessum 52 félögum á árinu 2008 og þar af fengu tíu starfsleyfi síðustu tvo mánuðina fyrir bankahrun.

Þorri þeirra félaga sem skráð eru á Tortola og starfa hérlendis er í umsjón stóru viðskiptabankanna þriggja, eða 87 talsins.

Nokkur þeirra félaga sem Kaupþing og Landsbankinn höfðu umsjón með voru um tíma á meðal stærstu eigenda í bönkunum sjálfum. Raunverulegt eignarhald þeirra er hins vegar á huldu og aðrir þátttakendur á hlutabréfamarkaði gátu ekki vitað hverjir áttu félögin.

Fjármálaeftirlitið (FME) aflar einungis upplýsinga um slíkt eignarhald vegna rannsókna á einstökum málum, svo sem í tengslum við virka eignarhluti samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni.

Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq OMX-kauphallarinnar á Íslandi, segir sitt fyrirtæki ekki fara fram á slíkar upplýsingar, enda séu fjármálafyrirtæki undir eftirliti FME, ekki kauphallarinnar.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari um bankahrunið, segir starfsemi erlendu félaganna á Íslandi klárlega vera athugunarefni og að umsvif þeirra verði könnuð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK