Norska krónan besti gjaldmiðill heims?

Greiningardeild breska stórbankans HSBC segir, að norska krónan sé sennilega besti gjaldmiðill heims um þessar mundir. Þetta er niðurstaðan þegar krónan hefur verið sett á vogarskálar hagfræðikenninga ásamt öðrum helstu gjaldmiðlum heimsins.

Norski viðskiptavefurinn e24.no segir að miðað sé við vöxt vergrar þjóðarframleiðslu, verðbólgu, lánshæfismat, afkomu ríkissjóðs og utanríkisviðskiptastefnu. Norska krónan hafi í öllum þessum flokkum verið í einu af þremur efstu sætunum.

Verstu einkunn fá helstu gjaldmiðlar heimsins: dalur, evra, jen og pund.

Gengi norsku krónunnar féll í haust þegar fjármálakreppan skall á heiminum með fullum þunga. Þegar gengið var lægst kostaði evra 10 norskar krónur. Nú er gengið 8,79 krónur.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir