Norska krónan besti gjaldmiðill heims?

Greiningardeild breska stórbankans HSBC segir, að norska krónan sé sennilega besti gjaldmiðill heims um þessar mundir. Þetta er niðurstaðan þegar krónan hefur verið sett á vogarskálar hagfræðikenninga ásamt öðrum helstu gjaldmiðlum heimsins.

Norski viðskiptavefurinn e24.no segir að miðað sé við vöxt vergrar þjóðarframleiðslu, verðbólgu, lánshæfismat, afkomu ríkissjóðs og utanríkisviðskiptastefnu. Norska krónan hafi í öllum þessum flokkum verið í einu af þremur efstu sætunum.

Verstu einkunn fá helstu gjaldmiðlar heimsins: dalur, evra, jen og pund.

Gengi norsku krónunnar féll í haust þegar fjármálakreppan skall á heiminum með fullum þunga. Þegar gengið var lægst kostaði evra 10 norskar krónur. Nú er gengið 8,79 krónur.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK