Skýrsla ekki birt en forsendur skýrðar

Fjármálaeftirlitið
Fjármálaeftirlitið mbl.is/Eyþór

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman yfirlit yfir helstu forsendur og aðferðir sem unnið var eftir við verðmat á eignum og skuldum nýju bankanna. Samantektin er gerð til að setja verkefnið í rétt samhengi og útskýra sem best í hverju það felst. Hins vegar er verðmatið ekki birt en það hefur verið sent til fjármálaráðuneyti og nýju bankana annars vegar, og skilanefndir gömlu bankanna hinsvegar, ásamt erlendum ráðgjöfum þessara aðila.

Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte og matsfyrirtækið Oliver Wyman hafa um langt skeið unnið að mati á verðmæti eigna sem fluttar verða úr gömlu bönkunum í þá nýju. Úttektin felur ekki aðeins í sér upplýsingar um stöðu bankanna sjálfra heldur íslenska hagkerfisins í heild, fyrirtækja og heimila.


Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ákvað í gær að gera grein fyrir helstu niðurstöðum matsins og skora á ríkisstjórnina að birta skýrsluna í heild fyrir kosningar. 

„Við hrun bankakerfisins voru eignir bankanna metnar á um 14.400 milljarða króna.

Eftir hrunið var bönkunum skipt í gamla og nýja banka. Ákveðið var að flytja lán að nafnverði um 6.000 milljarða króna úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju. Eftir urðu verstu lánin, fjárfestingafélög, erlendar eignir bankanna osfrv. Eins og ég hef all-oft nefnt var gert ráð fyrir um að lánin færðust yfir í nýju bankana á um 50% afskrift. [Í það hef ég margoft vísað í umræðunni um skuldaleiðréttingu. Sú staðreynd var dregin í efa en síðan kom reyndar fram í fjölmiðlum að afskriftin væri a.m.k. 50%.]

Afskriftin var áætluð með því að fara yfir stöðu fyrirtækja sem voru með lán sem færðust í nýju bankana og meta hvað væri líklegt að mikið tapaðist.

Lán uppá 6.000 milljarða voru semsagt keypt af nýju bönkunum á um 3.000 milljarða.

Nú hefur þetta breyst.

Vegna endurmats og þess hversu hratt hefur fjarað undan atvinnulífinu undanfarnar vikur og mánuði var ákveðið að 2.000 milljarðar til viðbótar af milljörðunum 6.000 væru ónýt lán. Þau lán fara því aftur í gamla bankann og eftir standa í nýju bönkunum 4.000 milljarðar að nafnverði. En þeir 4.000 milljarðar verða þó aftur afskrifaðir um helming. Þ.a. í raun er aðeins gert ráð fyrir að í gegnum nýju bankana innheimtist 2.000 milljarðar af upphaflegum 14.400 milljörðum.

Þessar tölur fela í sér að gert sé ráð fyrir algjöru hruni íslensks efnahagslífs," að því er fram kemur á formanns Framsóknarflokksins. 

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að þær upplýsingar sem Sigmundur Davíð hafi komið fram með séu á misskilningi byggðar. „Ég hef ekki séð þetta tiltekna minnisblað og veit því ekki hvort misskilningurinn er höfundarins eða hvort hann er tilkominn annars staðar frá. Það er hins vegar rétt að það er verið að ganga frá mati á eignum sem fóru á milli gömlu og nýju bankanna, og skuldbindingunum líka. En það hefur ekkert komið fram sem segir að tjónið sé þúsundum milljarða meira en menn sáu fram á síðastliðið haust.“

Greinargerð Fjármálaeftirlitsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK