Metvika á skuldabréfamarkaði

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. Reuters

Mikil velta var á skuldabréfamarkaði í þessari viku, er skuldabréf að verðmæti 79,1 milljarða króna skiptu um hendur og bætti veltumet síðustu viku um 600 milljónir króna Eru þetta er tvær veltumestu vikur síðan um mánaðamótin september/október í fyrra.

Í Hagsjá hagdeildar Landsbankans kemur fram að mikið líf og fjör á skuldabréfamarkaði að þessu sinni má að öllum líkindum að stærstum hluta rekja til stýrivaxtaákvörðunar Seðlabankans sem kynnt var í gær.

„Seðlabankinn ákvað að halda vöxtum óbreyttum en sendi auk þess út sterk skilaboð um að svigrúm til að auka slaka í peningamálum væri afar lítið og viðbúið að vextir þyrftu að hækka, nema ef hægja myndi umtalsvert á verðbólgu og gengið héldist stöðugt eða styrktist.

Ávöxtunarkrafa allra ríkisbréfa og íbúðabréfa hélt áfram að hækka töluvert í vikunni. Hækkunin á ávöxtunarkröfu íbúðabréfa var á bilinu 4 til 16 punktar á sama tíma en það jafngildir um 0,2-2,1% verðlækkun.

Á sama tíma hækkaði ávöxtunarkrafa ríkisbréfa um 21-62 punkta en það skilar sér í um 0,2-3,7% verðlækkun. Verðlækkunin í ríkisbréfum var langmest í lengri endanum en það bendir til þess að markaðurinn hafi verið að aðlaga væntingar sínar að því að stýrivöxtum verði haldið háum lengur en áður var talið," að því er fram kemur í Hagsjánni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK