Getgátur um gríðarlegar olíulindir á Drekasvæðinu

mbl.is/KG

„Í íslenska hlutanum er rætt um möguleikann á olíufundi af sömu stærðargráðu og á Tröllasvæðinu. Og það er líklega nauðsynlegt að svo mikil olía finnist til að réttlæta uppbyggingu eins langt frá landi og rætt er um,“ segir Bente Nyland, forstjóri norsku olíustofnunarinnar, undirstofnunar olíuráðuneytisins, sem fer með eftirlit með olíubirgðum á norska landgrunninu.

Getgátur eru eitt, niðurstöður annað og leggur Nyland áherslu á að það sé ekki ljóst á hvaða gögnum sé verið að byggja í orðróminum um olíuauðinn.

Staðráðnir en varkárir

Af orðum hennar má hins vegar ráða að Norðmenn séu staðráðnir í að hefja olíuleit sín megin á Jan-Mayen hryggnum, þar sem Drekasvæðið er að finna.

Hún er þó varfærin í yfirlýsingum og segir nauðsynlegt að afla meiri gagna um jarðfræði svæðisins áður en hægt verður að skera úr um hvort þar sé jafn mikil olía og vonir standi til.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK