Ísland betur statt en Írland

Stytta af skáldinu Friedrich von Schiller utan við höfuðstöðvar Deutsche ...
Stytta af skáldinu Friedrich von Schiller utan við höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt.

Greiningardeild Deutsche Bank ákvað að kanna hver væri munurinn á stöðu efnahagsmála á Írlandi og Íslandi í ljósi þess að gárungarnir hafa sagt undanfarið að munurinn á löndunum sé einn stafur og hálft ár. Kemst bankinn að þeirri niðurstöðu að Ísland kunni að komast fyrr út úr kreppunni en Írland vegna þess að gengi krónunnar er fljótandi.

Fjallað er um minnisblað Deutsche Bank í dálknum Alphaville í breska blaðinu Financial Times í dag. Segir þar að fljótandi gengi íslensku krónunnar, sem fundið hafi verið allt til foráttu á síðasta ári, kunni í raun að verða helsti bjargvætturinn.

Íslendingum hafi á undanförnum mánuðum tekist að flytja kreppuna út og mikil samkeppnishæfni, verðmætar náttúruauðlindir og möguleg aðild að Evrópusambandinu og þar með myntsamstarfi Evrópu geti gert Íslendingum kleift að komast út úr kreppunni nokkur hratt á næstu 1-2 árum. 

Írum gangi hins vegar illa að bæta sína samkeppnisstöðu. Þar sé enginn hagvöxtur í sjónmáli og hætta sé á verðhjöðnun og því gæti reynst landinu erfitt að greiða niður skuldir sínar.  

Segir bankinn að þótt Íslendingar séu alls ekki komnir fyrir vind möguleikar þjóðarinnar meiri en Íra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir