Aukin bílasala í Evrópu

Reuters

Sala á nýjum bílum jókst um 3,2% í Evrópu í febrúar samanborið við febrúar í fyrra. Hins vegar dróst salan saman um 29,8% í Þýskalandi enda ekki lengur í boði að fá greitt endurvinnslugjald fyrir gamla bílinn líkt og boðið var upp á eftir að kreppan skall á. Var það gert til þess að auka eftirspurn eftir nýjum bílum.

Hins vegar jókst sala á nýjum bílum um 26,4% í Bretlandi, 18,2% í Frakklandi, 20,6% á Ítalíu og 47% á Spáni. En rekja má aukninguna til úrræða sem stjórnvöld í ríkjunum bjóða almenningi upp á í þeim tilgangi að auka neyslu á nýjan leik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK