Segja höftin draga úr hagvexti

mbl.is/Ernir

Hagfræðingarnir Jón Daníelsson og Ragnar Árnason hvetja til þess að gjaldeyrishöftin verði afnumin sem fyrst, í grein í Morgunblaðinu í dag. Þeir segja að skaðsemi haftanna mikla og að þau dragi úr þjóðarframleiðslu í bráð og hagvexti í lengd.

Jón og Ragnar segja að svo virðist vera að gjaldeyrishöftin séu fastari í sessi en nokkru sinni fyrr, enda byggist efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar á tilveru þeirra. „Án gjaldeyrishafta væri t.a.m. ekki unnt að sækja jafnhart að eignum landsmanna með skattheimtu. Atvinnu- og fjármálalíf hefur lagað sig að þeim,“ segja þeir í greininni.

Hagfræðingarnir segja að skaðsemi haftanna sé margvísleg, en mikilvægust sé að þau komi í veg fyrir frjáls viðskipti og hefti þannig starfsemi markaðsafla. „Afleiðingin er einfaldlega óhagkvæmara efnahagslíf sem birtist í fjölmörgu. Íslensku atvinnulífi er m.a. gert erfiðarar um vik í samkeppninni við erlend fyrirtæki sem ekki þurfa að glíma við gjaldeyrishöft. Enn alvarlegra kann að reynast að gjaldeyrishöftin leiða til brenglaðra rekstrarhátta og afmyndaðra fyrirtækja þegar atvinnulífið leitast við að laga starfsemi sína að höftunum. Gjaldeyrishöftin rýra þannig samkeppnishæfni íslensks efnahagslífs til lengri tíma og langt umfram það tímaskeið sem þau sjálf standa.“

Þá nefna Jón og Ragnar að höftin grafi undan trausti umheimsins og Íslendinga sjálfra á íslensku efnahagslífi. Þá sé ljóst að gjaldeyrishöftin séu notuð til að halda uppi hærra gengi krónunnar en verið hefði annars, og séu þannig notuð til að falsa gengi krónunnar og gefa fólki til kynna að kaupmáttur þess sé meiri en efni standi til.

Jón Daníelsson prófessor við London School of Economics.
Jón Daníelsson prófessor við London School of Economics.
Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Jim Smart
mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK