Nokia fækkar um 4000 störf

Reuters

Finnski farsímaframleiðandinn Nokia segir að fækkað verði um 4000 störf hjá fyrirtækinu fyrir árslok 2012 og 3 þúsund störf til viðbótar verði flutt annað með því að úthýsa verkefnum til ráðgjafafyrirtækisins   Accenture.

Nokia segist munu flytja starfsemi vegna Symbian snjallsímastýrikerfisins, til Accenture fyrir lok þessa árs.

Að auki verði starfsmönnum fyrirtækisins fækkað um 4 þúsund á næstu tveimur árum, einkum í Danmörku, Finnlandi og Bretlandi.   

Stephen Elop, forstjóri Nokia, lýsti því yfir í febrúar að Nokia ætlaði að hætta að nota Symbian stýrikerfi en fyrirtækið gerði samning við Microsoft um þróun Microsoft Phone stýrikerfisins. 

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir