OECD mælir með upptöku evru

Reuter


Litið til lengri tíma á Ísland að taka upp evruna að mati OECD. Ísland er með minnstu sjálfstæðu flotmynt í heiminum. Önnur smáríki eru annað hvort ekki með sína eigin mynt eða með fastgengi.

Segir stofnunin að upptaka evrunnar muni draga verulega úr sveiflum í verði innfluttrar vöru og þjónustu og draga almennt úr sveiflum í verðbólgunni þar sem um helmingur af utanríkisviðskiptum Íslendinga er við ríki sem eru með evruna eða hafa fest gengi myntar sinnar við evruna, segir í Morgunkorni Íslandsbanka.

„Lægra verðbólguálag og ekkert áhættuálag í gjaldeyrisviðskiptum við evrusvæðið ætti að lækka innlenda raunvexti, bæta nýtingu fjármagns og auka framleiðni en á því sviði hefur Ísland verið eftirbátur flestra annarra OECD ríkja á undanförnum árum.

Kostnaðurinn við að missa gengissveigjanleikann ætti að vera takmarkaður þar sem Ísland er með mjög sveigjanlegan vinnumarkað þó að leiðrétting raungengisins í gegnum vinnumarkaðinn sé seinfarnari leið en í gegnum gjaldeyrismarkaðinn og hugsanlega einnig kostnaðarsamari," segir í Morgunkorni Íslandsbanka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK