Svikahrappar leynast víða

Bernard Madoff
Bernard Madoff mbl.is

Bernard Madoff, sem var dæmdur í 150 ára fangelsi fyrir fjársvik fyrir tveimur árum, segir að margir af fyrrverandi starfsbræðrum sínum í fjármálageiranum séu einnig svikahrappar líkt og hann.

Í viðtali Fox-sjónvarpsstöðvarinnar segir Madoff að innherjasvik séu nokkuð sem sé stundað hjá öllum stórum fjármálafyrirtækjunum og á öllum sviðum greinarinnar. Að sögn Madoffs ræður spillingin ríkjum í fjármálageiranum en hann var meðal annars dæmdur fyrir að svíkja þúsundir viðskiptavina sinna. 

Í viðtalinu við Fox segir Madoff að áætlun sín hefði aldrei gengið upp ef viðskiptavinir hans hefðu ekki af fúsum og frjálsum vilja hunsað viðvaranir um að hann stundaði ólögleg viðskipti. Segir Madoff að hann hafi verið fastur í gildru græðgi annarra og að viðskiptavinir hans hljóti að hafa vitað af því að um ólöglega viðskiptahætti hefði verið að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK