Stefnir olíufélögunum vegna samráðs

Ríkið þingfesti mál út af brotum olíufélaganna sem áttu sér ...
Ríkið þingfesti mál út af brotum olíufélaganna sem áttu sér stað á árunum 1996-2001. Ekki er ljóst hvað valdið hefur töfum á málinu.

Ríkið þingfesti í gær fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur stefnu sína á hendur Keri ehf., Olíuverzlun Íslands hf. og Skeljungi hf. vegna meints ólögmæts samráðs þeirra.

Stefnukrafan er um 25 milljónir króna að höfuðstól, auk vaxta, sem er það tjón sem ríkið telur sig hafa orðið fyrir vegna ólögmæts samráðs olíufélaganna.

Athygli vekur hversu seint ríkið er á ferðinni með sína kröfugerð, en þar mun byggt á sömu eða svipuðum sjónarmiðum og reyndi á í máli Reykjavíkurborgar gegn olíufélögunum og dæmt var í Hæstarétti í febrúarmánuði 2008.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að miðað við þá forsendu mætti gefa sér að málið hefði verið auðsótt fyrir ríkið, rétt einsog hjá Reykjavíkurborg, ef ekki hefði verið fyrir þennan seinagang. Nú er málið af mörgum talið fyrnt.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir