Spá 16% hækkun fasteignaverðs

Greining Íslandsbanka telur að íbúðaverð muni hækka um 16% yfir þetta og næsta ár. Gangi spáin eftir mun sú lækkun sem varð á nafnverði íbúðarhúsnæðis frá hruni hafa gengið að fullu til baka um mitt þetta ár.

„Við teljum að íbúðaverð muni hækka um 16% yfir þetta og næsta ár. Spáum við 8% hækkun hvort ár. Að teknu tilliti til verðbólguspá okkar er þetta um 8,5% raunverðshækkun yfir þessi tvö ár. Gangi spáin eftir mun sú lækkun sem varð á nafnverði íbúðarhúsnæðis frá hruni hafa gengið að fullu til baka um mitt þetta ár. Raunverð íbúða verður hinsvegar enn um sinn langt undir því sem það fór hæst í aðdraganda hrunsins og verður í lok spátímabilsins um það bil 25% lægra en var í lok ársins 2007,“ segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.

Reikna má með að veltan haldi áfram að aukast á íbúðamarkaðinum samhliða verðhækkun á næstu misserum. Á síðasta ári jókst velta á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu um 60% frá árinu á undan og um 55% þegar miðað er við fjölda kaupsamninga fyrir sama tímabil. Vextir eru nú sögulega lágir og framboð íbúðalána hefur aukist verulega. Með tilkomu óverðtryggðra húsnæðislána hefur valkostunum fjölgað. Þá hefur aðgengi að lánum aukist en veðhlutfall til íbúðarkaupa er nú komið upp í allt að 85% af markaðsverði íbúða. Þetta, ásamt bata í hagkerfinu hefur átt sinn þátt í hækkun íbúðaverðs, segir enn fremur í Morgunkorni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK