Hátt eldsneytisverð helsta skýringin

Eldsneytisverð hækkaði í Bandaríkjunum í febrúar
Eldsneytisverð hækkaði í Bandaríkjunum í febrúar Reuters

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,4% í Bandaríkjunum í febrúar og er hækkun á eldsneytisverði helsta skýringin. Er 80% hækkunarinnar rakin til eldsneytisverðs.

Hins vegar hækkaði vísitala neysluverðs, ef verð á mat og eldsneyti er undanskilið, um 0,1% á milli mánaða. 

Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili var 2,9% í Bandaríkjunum í febrúar, hin sama og í janúar.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir