Fengu gæðavottun farfuglaheimila

Frá hægri: Magnús Freyr Ólafsson Farfuglaheimilinu Akranesi, Silja Baldvinsdóttir Farfuglaheimilinu …
Frá hægri: Magnús Freyr Ólafsson Farfuglaheimilinu Akranesi, Silja Baldvinsdóttir Farfuglaheimilinu Bíldudal, og Johnny Cramer, Farfuglaheimilinu Grundarfirði.

Rekstraraðilar farfuglaheimilanna á Akranesi, Bíldudal og Grundarfirði tóku nýverið á móti HI-Quality gæðavottun Alþjóðasamtaka farfugla (Hostelling International). Vottunin er veitt fyrir innra gæðaeftirlit og gæði í aðbúnaði og þjónustu.

Farfuglaheimili víða um heim hafa unnið eftir HI-Quality gæðakerfinu frá árinu 2004, en það hefur hingað til einungis staðið stórum heimilum til boða, segir í fréttatilkynningu frá Farfuglum.

 Gestgjafar heimilanna þriggja tóku því að sér að þróa og aðlaga viðmið fyrir smærri heimili fyrir Hostelling International í samvinnu við Farfugla á Íslandi. Innan gistikeðjunnar starfa yfir 4000 farfuglaheimili víða um heim og mörg smærri heimili hafa beðið eftir niðurstöðu þróunarvinnu á gæðakerfinu.  Fyrst þegar kerfið var tekið í notkun fyrir stór heimili tók Farfuglaheimilið í Laugardal þátt í smíði þess ásamt alþjóðlegum kollegum sínum.

Það hefur margsýnt sig að fyrirtæki sem vinna með gæðakerfi ná meiri yfirsýn í rekstri og eru með frábært tæki í höndunum til að bæta starf sitt. Farfuglaheimili sem eru með HI-Quality gæðavottun fá að jafnaði betri umsagnir gesta en áður og hafa náð hagkvæmni í rekstri, öllum til hagsbóta.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK