Unglingar féflettu fjárfesta

Reuters

Breskir tvíburabræður eiga yfir höfði sér ákæru í Bandaríkjunum fyrir stórfelld fjársvik. Er þeim gert að sök að hafa haft 1,2 milljónir Bandaríkjadala, 152 milljónir króna, út úr fjárfestum í gegnum forrit sem þeir hönnuðu og átti að geta sagt fyrir um gengi hlutabréfa.

Alexander og Thomas Hunter voru sextán ára gamlir þegar þeir hófu svikin árið 2007, samkvæmt frétt BBC. Forritið var hins vegar ekki flóknara en það að þau hlutabréf sem það mælti með voru félög sem höfðu greitt tvíburunum fyrir að vera nefnd sem góðir fjárfestingarkostir. Er talið að bræðurnir hafi gabbað um 75 þúsund fjárfesta, flesta í Bandaríkjunum.

Í nóvember sl. var Alexander Hunter dæmdur til að greiða til baka tæplega eina milljón dala eftir að hann viðurkenndi fjársvik. Var hann einnig dæmdur í árs skilorðsbundið fangelsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK