Hagnaður Boeing 923 milljónir dala

Boeing 787 Dreamliner
Boeing 787 Dreamliner AFP

Hagnaður bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing jókst um 58% á fyrsta ársfjórðungi. Nam hagnaðurinn 923 milljónum Bandaríkjadala samanborið við 586 milljónir dala á sama tímabili í fyrra.

Tekjur Boeing jukust um 30% og voru 19,4 milljarðar dala. Sala á farþegaþotum jókst um 54% og voru tekjurnar af sölunni 10,9 milljörðum dala.

Fjárfestar virðast mjög sáttir við afkomu Boeing því bréf félagsins hafa hækkað um tæp 5% í dag.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir