Fasteignir fyrir 2,5 milljarða

11 fasteignir voru seldar á Akureyri í síðustu viku
11 fasteignir voru seldar á Akureyri í síðustu viku mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Alls var 92 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu 11. maí til og með 17. maí. Þar af voru 74 samningar um eignir í fjölbýli, 12 samningar um sérbýli og 6 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 2.527 milljónir króna og meðalupphæð á samning 27,5 milljónir króna.

Á sama tíma var 4 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Þar af voru 3 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 62 milljónir króna og meðalupphæð á samning 15,6 milljónir króna.

Á sama tíma var 11 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 4 samningar um eignir í fjölbýli, 6 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 250 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,7 milljónir króna. Á sama tíma var 1 kaupsamningi þinglýst á Árborgarsvæðinu. Hann var um sérbýli. Upphæð samningsins var 44,9 milljónir króna.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir