Fasteignir fyrir 2,5 milljarða

11 fasteignir voru seldar á Akureyri í síðustu viku
11 fasteignir voru seldar á Akureyri í síðustu viku mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Alls var 92 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu 11. maí til og með 17. maí. Þar af voru 74 samningar um eignir í fjölbýli, 12 samningar um sérbýli og 6 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 2.527 milljónir króna og meðalupphæð á samning 27,5 milljónir króna.

Á sama tíma var 4 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Þar af voru 3 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 62 milljónir króna og meðalupphæð á samning 15,6 milljónir króna.

Á sama tíma var 11 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 4 samningar um eignir í fjölbýli, 6 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 250 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,7 milljónir króna. Á sama tíma var 1 kaupsamningi þinglýst á Árborgarsvæðinu. Hann var um sérbýli. Upphæð samningsins var 44,9 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK