Telur krónuna of sterka

Peningaseðlar Íslenskir Dollarar og Bresk pund
Peningaseðlar Íslenskir Dollarar og Bresk pund mbl.is/Árni Sæberg

Daði Kristjánsson, verðbréfamiðlari hjá HF Verðbréfum, telur að krónan sé of sterk sem stendur og að Seðlabanki Íslands ætti að vinna að veikingu hennar til að auðvelda afnám gjaldeyrishaftanna. Segir hann að þetta megi t.d. gera með kaupum á gjaldeyri fyrir peninga sem eru prentaðir og þannig megi minnka styrk krónunnar. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg-fréttaveitunnar um gjaldeyrismál á Íslandi.

Í fréttinni er einnig sagt frá því að gengið sem Seðlabankinn hafi verið að kaupa evrur á upp á síðkastið hafi hækkað nokkuð og sé núna 246 krónur á evruna miðað við 219 krónur þegar útboðin byrjuðu fyrir ári. Aflandsgengið hafi því versnað meðan gengið hérlendis hafi batnað um 10% síðan í mars þegar gjaldeyrishöftin voru hert. Þetta hafi þó dregið úr verðbólgu sem gæti ýtt undir eftirspurn í komandi gjaldeyrisútboðum.

Seðlabankinn tilkynnti nýlega að útboðum yrði fjölgað með fjórum útboðum fram í desember, miðað við fimm útboð allt síðasta ár. Daði hefur þó ekki trú á að útboðin ein muni duga í þessum efnum og segir að mjög stóra pólitíska ákvörðun þurfi til að leysa vandamálið með aflandskrónurnar og gjaldeyrishöftin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK