Skúli Mogensen nýr forstjóri WOW air

Skúli Mogensen, nýr forstjóri WOW air
Skúli Mogensen, nýr forstjóri WOW air mbl.is/Ómar Óskarsson

WOW air hefur aukið hlutafé sitt um 500 milljónir til að efla reksturinn enn frekar og tryggja áframhaldandi vöxt á næsta ári. Það er Títan fjárfestingafélag sem hefur skráð sig fyrir allri aukningunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, en samhliða hlutafjáraukningunni mun Skúli Mogensen taka við sem forstjóri WOW air af Baldri Baldurssyni.

Skúli segist spenntur fyrir áframhaldandi uppbyggingu og komandi verkefnum „Það er búið að vera virkilega gaman að koma að stofnun og uppbyggingu WOW air undanfarið ár og sérstaklega að sjá þær frábæru móttökur sem við höfum fengið hjá fjölda farþega okkar og er mikil hvatning fyrir okkur að halda áfram að bjóða ódýrustu fargjöldin til og frá Íslandi með bros á vör. WOW air hefur oft komið best út hvað varðar stundvísi í sumar sem verður að teljast frábær árangur miðað við að þetta er fyrsta sumarið okkar í rekstri. Ég hlakka svo sannarlega til að halda uppbyggingu WOW air áfram og við munum kynna sumaráætlun okkar innan skamms þar sem við munum bjóða upp á bæði nýja áfangastaði og aukna tíðni á vinsælustu leiðir okkar.“ 

WOW air hefur flogið til 13 áfangastaða í Evrópu í sumar og í vetur mun WOW air fljúga til Berlínar, London og Alicante, auk þess sem boðið verður upp á flug til Kaupmannahafnar, Varsjár og Kaunas um jólin. Sumaráætlun félagsins verður svo kynnt á næstunni.

„Ég vil nota tækifærið og þakka Baldri Baldurssyni fyrir gott samstarf og óska honum alls hins besta í framtíðinni. Jafnframt vil ég þakka ferðafélögum okkar kærlega fyrir móttökurnar svo og okkar frábæra starfsfólki og hlakka til að halda áfram að byggja upp öfluga ferðaþjónustu til og frá Íslandi,“ segir Skúli Mogensen að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK