Hlutabréf lækkað síðasta ársfjórðung

Helgi S. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Regins ehf., en félagið hækkaði mest …
Helgi S. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Regins ehf., en félagið hækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í síðustu viku. Eggert Jóhannesson

Í síðustu viku lækkaði úrvalsvísitalan um 0,5% og fór hún samtals niður um 1% í ágúst. Í morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að þetta sé fjórði mánuðurinn í röð þar sem vísitalan lækkar, en engu að síður er hækkun ársins 9,3% eftir miklar hækkanir framan af ári. Hápunkti náði vísitalan hinn 8. maí þegar hún fór upp í 1.091 stig en hefur síðan þá lækkað um 9%.

Velta í síðustu viku var nokkuð mikil, en samtals skiptu 1361 milljónir um hendur og er það meiri velta en verið hefur undanfarið  en til samanburðar var veltan í vikunni þar á undan 507 milljónir. Í síðustu viku hækkaði Reginn mest eða um 2,4% og Icelandair hækkaði einnig lítillega eða um 0,3%. Önnur félög á Aðallista lækkuðu eða stóðu í stað. Mest lækkaði Marel eða um 1,1%.

Þegar allur ágúst mánuður er skoðaður kemur í ljós að öll félögin á Aðallista lækkuðu í verði að Reginn og Icelandair undanskildum. Icelandair hækkaði um 6,7% en frá áramótum hefur félagið hækkað um 42% sem er langt umfram ávöxtun íslenska markaðarins í heild á sama tímabili. Við lok markaða á föstudaginn stóð gengi Icelandair í 7,13 krónum á hlut og hefur aldrei verið hærra síðan fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins í kjölfar  hrunsins lauk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK