Sjá fram á aukna arðsemi nýbygginga

Nýbyggingar
Nýbyggingar mbl.is/Kristinn

Töluverður munur hefur verið á byggingarkostnaði og raunverði íbúðarhúsnæðis, eins og bent var á í frétt á mbl.is í síðasta mánuði. Samkvæmt greiningardeild Íslandsbanka fer þessi munur minnkandi, en vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað mun hraðar en byggingarkostnaður, eða um 6,7%, miðað við 3,5%. 

Í lok síðasta árs var tólf mánaða hækkun byggingarkostnaðar komin upp í 11,4%, en það réðst aðallega af gengisþróun krónunnar og launahækkunum. Í morgunkorni greiningardeildarinnar kemur einnig fram að með þessu áframhaldi fari framkvæmdaaðilar aftur að sjá arðsemi í nýbyggingum og að þeim fari að fjölga, en byggingariðnaðurinn hefur að mestu legið í dvala frá hruni og var einungis byrjað á 68 nýbyggingum í fyrra, miðað við 419 íbúðir árið 2007.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK