Klakaböndin bresta

Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, kynnti nýja þjóðhagsspá á Fjármálaþingi …
Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, kynnti nýja þjóðhagsspá á Fjármálaþingi Íslandsbanka Íslandsbanki

„Bankakerfið er orðið vel starfhæft og fjárhagsstaða bæði fyrirtækja og heimila er nú allt önnur en var strax eftir hrunið.“ Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá sem greiningardeild Íslandsbanka hefur gefið út undir heitinu „Klakaböndin bresta“, en spáin er frekar jákvæð, þrátt fyrir að bent sé á nokkur atriði sem enn þurfi að huga að og bæta. Segir að lækkandi hallarekstur hins opinbera muni væntanlega leiða til þess að hafist verið handa við að greiða niður skuldir og í framhaldinu verði skattahækkanir og niðurskurður ekki áfram sú bremsa á hagvöxt sem verið hefur verið frá hruni.

Svipaður hagvöxtur

Greiningardeildin spáir um 3,2% hagvexti í ár og að hann haldist svipaður út árið 2014, sem er svipað meðalhagvexti síðustu 30 ára. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi fari áfram lækkandi, verði í árslok um 5,7% en verði komið niður í 4,1% árið 2014. Þegar fjárfesting er skoðuð er gert ráð fyrir 11,6% aukningu í ár, en 19,2% hækkun á næsta ári og 10,4% árið 2014. Inn í þessum tölum er 12% aukning á fjárfestingu í íbúðarhúsnæði í ár, 25% aukning árið 2013 og 18% árið 2014. 

„Fjárfesting atvinnuveganna fer áfram vaxandi og að hluta vegna aukinna stóriðjufjárfestinga, en einnig vegna aukinnar almennrar eftirspurnar í hagkerfinu. Vaxandi kaupmáttur ráðstöfunartekna og hækkandi eignaverð ásamt væntingum um bætta tíð heldur áfram að skapa skilyrði vaxtar einkaneyslu. Slakinn í hagkerfinu mun að okkar mati hverfa á næstu tveimur árum, og mun það sjást í því að atvinnuleysi mun áfram minnka þó að það verði áfram meira en það var fyrir hrunið 2008.“

Þrátt fyrir nokkuð mikla aukningu þarf að líta til þess að með sama áframhaldi þarf að koma til sömu bætingar í nokkur ár í viðbót til að meðalfjárfestingu síðustu áratuga verði náð. Eins og komið hefur verið inn á í frétt mbl.is áður er fjárfesting í íbúðarhúsnæði enn í mikilli lægð og til töluverðrar fjárfestingar þarf að koma þar svo ekki komi til skorts á íbúðarhúsnæði.

Gjaldeyrishöftin áfram vandamál

Greiningardeildin bendir á að gjaldeyrishöfin séu þó enn stórt vandamál fyrir hagkerfið og dragi úr vexti þess. Ekki sé þó gert ráð fyrir að höftin verði afnumin á næstunni þó að það opinber stefni á að fá þau í burtu. „Höftin draga úr vexti hagkerfisins þegar litið er til lengri tíma þó að tímabundið hafi þau skapað nauðsynlegan stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Markmið stjórnvalda er að afnema höftin, en tímamörk eru óviss sem og hvers konar gengisfyrirkomulag verður hér að því afnámi afstöðnu.“ og bætt er við að „vegna þess hvað verkefnið er áhættusamt fyrir fjárhagslega stöðu heimila og fyrirtækja og þann bata sem hér hefur náðst frá hruni er líklegt að fjármagnshöftin verði hér í nokkur ár til viðbótar hið minnsta“

Spái bankans er að verðbólgan verði 5,3% í ár, 4,1% á næsta ári og 3,9% árið 2014 og hækkun raunstýrivaxta muni þar með gerast að mestu á næstunni með hækkun nafnvaxta. Spáð er því að stýrivextir bankans verði 6,4% að meðaltali á næsta ári og 6,7% árið 2014 samanborið við 5,4% í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK