„Frægasti markaðsgúrúinn í dag“

Næstkomandi fimmtudag mun Seth Godin, einn eftirsóttasti markaðsmaður heims, flytja fyrirlestur hér á landi á vegum ÍMARK. Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri WOW air og formaður ÍMARK, spjallaði við Viðar Garðarsson í Alkemistanum um komu Godin. Sagði Guðmundur að Godin næði oft betur í gegn en þeir sem taka sig alvarlega þar sem hann sé ekki of fræðilegur og eigi auðvelt með að hrista upp í fólki.

Hingað til hefur verið erfitt að fá Seth Godin til að ferðast út fyrir Ameríku og því segir Guðmundur að þetta sé með stærri viðburðum sem gerist hér á landi í markaðsheiminum. Meðal annars hefur Godin ekki haldið fyrirlestur í Evrópu síðustu 2 árin.

Í erindi sínu, Invisible or Remarkable?, mun Seth Godin fjalla um mikilvægi þess að fyrirtæki tileinki sér skapandi hugsun í starfsemi sinni og skapi sína „fjólubláu kú“ gagnvart viðskiptavinum, það er, að fyrirtækin bjóði viðskiptavinum sínum upp á eitthvað alveg sérstakt sem er eftirtektarvert. Seth sýnir fram á kosti þess að nálgast hluti með skapandi og óvenjulegum hugsunarhætti með að segja frá raunverulegum dæmum fyrirtækja. Dæmi sem sýna hvernig þessi nálgun hafi gerbreytt viðskiptahugmyndum og viðskiptaháttum fyrirtækjanna sem hefur leitt til þess að þau hafi náð undraverðum árangri. Seth mun ræða um það hvernig hugmyndir breiðast út, af hverju það skiptir máli hvað fyrirtæki segja, af hverju það borgar sig að koma fram við viðskiptavini af virðingu, og hvernig ákvarðanir varðandi þetta allt og meira til ákvarða hvort fyrirtæki verði ósýnileg eða eftirtektarverð.

Efnisorð: Alkemistinn
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK