Hagvöxturinn í ár ofmetinn

Flestar spár um hagvöxt hafa ofmetið gang hagkerfisins á fyrstu …
Flestar spár um hagvöxt hafa ofmetið gang hagkerfisins á fyrstu 9 mánuðum ársins samkvæmt greiningardeild Íslandsbanka. Ómar Óskarsson

Landsframleiðslutölur sem Hagstofa Íslands birti nú í morgun benda til þess að talsvert hafi dregið úr vexti hagkerfisins. Nýjustu tölur ná yfir fyrstu níu mánuði ársins og benda til þess að landsframleiðslan hafi aukist um 2,0% að raungildi frá sama tímabili í fyrra. Miðað við ofangreindar tölur Hagstofunnar virðast flestar þær spár sem birtar hafa verið undanfarið ofmeta gang hagkerfisins. Þetta segir í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka, en þar er bent á að spár innlendra aðila hafi hljóðað upp á  2,2% til 3,2% hagvöxt á árinu, sem er öllu meira en sá 2,0% hagvöxtur sem tölur Hagstofunnar benda til þess að hafi verið hér á fyrstu níu mánuðum ársins.

Hvað endurskoðun á tölum varðar benda tölur um fyrri helming ársins til þess að talsvert minni vöxtur hafi verið á því tímabili en fyrri tölur gáfu til kynna. Þannig jókst landsframleiðslan um 1,9% að raungildi á tímabilinu frá sama tíma í fyrra, en fyrri tölur höfðu bent til 2,4% vaxtar. Koma allflestir undirliðir landsframleiðslunnar þar við sögu, þar á meðal minni vöxtur í einkaneyslu, meiri samdráttur í samneyslu og að vöxtur innflutnings hafi verið meiri umfram vöxt útflutnings á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK