Fjárfestingaleiðin aldrei vinsælli

Fjárfestar hafa meðal annars nýtt sér fjárfestingaleiðina til að kaupa …
Fjárfestar hafa meðal annars nýtt sér fjárfestingaleiðina til að kaupa í húsnæði hérlendis. mbl.is/Golli

Gjaldeyrisútboð Seðlabanka Íslands í gær var það stærsta síðan í júní. Skrifast það alfarið á mikla þátttöku í fjárfestingaleiðinni (50/50 leiðinni), sem var sú mesta síðan í hún var fyrst kynnt til sögunnar í útboði í febrúar. Í heildina skiptu um það bil 7 milljarðar um hendur fyrir nálægt 30 milljónir evra og var gengi krónu í útboðunum það sterkasta gagnvart evru sem það hefur verið frá því í ágúst í fyrra, eða 233 krónur fyrir hverja evru. Frá miðju ári hefur útboðsgengið lækkað um 10 krónur en á sama tíma hefur evran farið úr 158 krónum í 166 krónur. Þetta kemur fram í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka.

Alls bárust 71 tilboð í 50/50 leiðinni að fjárhæð 39,1 milljónir evra. Eins og áður segir er þetta mesta fjárhæð sem borist hefur í 50/50 leiðinni síðan í febrúar, en þó er ljóst miðað við fjölda tilboða að fjárhæðirnar hafa flestar verið fremur smáar í sniðum. Alls tók Seðlabankinn hátt í 70% af tilboðunum sem bárust, eða fyrir 26,4 milljónir evra sem samsvarar um 6,15 milljörðum. Samanlagðar fjárfestingar á grundvelli 50/50 leiðarinnar nema 381 milljónum evra í þeim átta útboðum sem haldin hafa verið á árinu, eða sem svarar til um 76 milljörðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK