Spá því að verðbólgan fari undir 4%

Skýrustu árstíðabundnu sveiflurnar í verðlagi á Íslandi eru vegna útsalna …
Skýrustu árstíðabundnu sveiflurnar í verðlagi á Íslandi eru vegna útsalna verslana. MYNDATEXTI: Útsala í Kringlunni Þorvaldur Örn Kristmundsson

Greiningardeild Íslandsbanka gerir ráð fyrir því að vísitala neysluverðs haldist óbreytt í janúar frá fyrri mánuði, en það leiðir til þess að 12 mánaða verðbólga lækkar úr 4,2% niður í 3,9%. Á næstu misserum gerir greiningin svo ráð fyrir 3 til 4% verðbólgu.

„Að vanda munu togast á útsöluáhrif annars vegar, og hækkun gjaldskráa og opinberra gjalda hins vegar í janúar,“ segir í Morgunkorni greiningarinnar, en hún segir opinberar hækkanir töluvert minni en í fyrra. Þá er gert ráð fyrir að húsaleiga muni lækka í janúar frá fyrri mánuði og þannig hafa lítilsháttar lækkunaráhrif á vísitöluna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK