Allsherjarlausn boðar skert lífskjör

„Þessi allsherjarlausn sem stjórnmálaflokkarnir bjóða, hún boðar ekkert annað en verulega verðbólgu og verulega skert lífskjör.“ Þetta segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor í viðskiptafræði, í nýjasta Viðskiptaþættinum með Sigurði Má. Hann gagnrýnir þar hugmyndir um flata niðurfærslu lána sem hann segir bitna illa á hinum verst stöddu.

Þá segist hann vera ósammála því að hér hafi orðið forsendubrestur vegna verðbólgunnar. Hann segir að eignabólan hafi ekki verið forsendubrestur og spyr hver eigi að borga leiðréttingar. Segir hann rangt að halda að sparifjáreigendur séu einhverjir aðrir en almenningur.

Sparifjáreigendur ekki feitir ljótir karlar

„Fólk heldur að sparifjáreigendur séu feitir ljótir karlar sem stunda okurlánastarfsemi, en sparifjáreigendur eru ósköp einfaldlega almenningur í þessu landi og stærstur hluti sparifjár landsmanna er í lífeyrissjóðum. Og ef lífeyrissjóðir eiga að fara borga og að skerða lífeyri þá er komin stór spurning hvort við séum að gera rétt“ segir Vilhjálmur.

Í þættinum ræðir hann einnig um erlend lán og segir að það eigi ekki að vera bannorð að taka slíkt lán. Það hafi í mörgum tilfellum komið mun betur út fyrir lántakendur, jafnvel þótt ekki sé horft til leiðréttinga sem gerð voru vegna ólöglegra lána.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK