Íslendingar ferðast minna úr landi

Samdráttur er í ferðum Íslendinga úr landi það sem af …
Samdráttur er í ferðum Íslendinga úr landi það sem af er ári. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Færri Íslendingar héldu utan í febrúar en í sama mánuði í fyrra. Þannig námu brottfarir Íslendinga úr landi um Leifsstöð 20.800 í febrúar en þær höfðu verið 21.200 talsins á sama tíma í fyrra. Nemur fækkunin á milli ára þar með rétt tæpum 2%. Þetta kemur fram í tölum frá greiningardeild Íslandsbanka. Segir greiningin að það sem af er ári hafi ferðum Íslendinga fækkað um 1% milli ára, en 44.100 Íslendingar hafa haldið utan á þessu ári.

Þróun í brottförum Íslendinga er í takt við þróun annarra þátta sem hafa að undanförnu bent í auknum mæli til þess að fjárhagslegt svigrúm heimilanna sé hætt að aukast að mati greiningardeildarinnar. Þeir þættir sem gefa vísbendingu um einkaneyslu benda til þess að verulega hafi hægt á vexti hennar, og í raun virðist hún hafa skroppið saman á milli ára í desember og janúar. Þá segir einnig að af vísitölu Capacent Gallup um fyrirhugaðar utanlandsferðir á fjórða ársfjórðungi 2012 megi sjá að fækkað hafi í hópi þeirra Íslendinga sem hafi í huga að leggja land undir fót á næstunni, og í raun hafði vísitalan ekki mælst lægri síðan á sama tímabili árið 2009.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK