Umframorka nýtist ekki vegna kerfisins

„Í kerfinu í dag er töluvert af umframorku sem að nýtist ekki og mun ekki nýtast í því ástandi sem íslenskt raforkukerfi er í í dag.“ Þetta segir Gunnar Tryggvason, formaður ráðgjafahóps um sæstreng, sem nýlega kynnti niðurstöður sínar.

Umframorkan er til komin vegna þessa að stóriðja er stór hluti af raforkunotendum landsins og vegna þess að við búum við lokað kerfi sem ekki getur selt umfram orku út fyrir landsteinana.

„Álverin eru kröfuharður kúnni, þau eru mjög góð að því leyti að þau eru jafn notandi og nota jafnt allt árið og það er lítil óvissa í því fyrir raforkuframleiðendur. En á móti kemur að þau þurfa alltaf að vera tilbúin með varaafl ef eitthvað bilar og þetta varaafl nýtist ekki dag frá degi og ekki þegar vatnsár eru góð,“ segir Gunnar, en með tengingu við önnur lönd mætti selja þessa umframorku.

Segir hann hugmyndina um rafmagnssæstreng geta verið mjög hagkvæma. Þó séu margir óvissuþættir, en gert er ráð fyrri að slík framkvæmd gæti verið hagkvæm um 4 til 74 milljarða samkvæmt skýrslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK