Samdráttarskeiði að ljúka á Spáni

AFP

Efnahagslíf Spánar er að rétta úr kútnum og tveggja ára samdráttartímabili er að ljúka, samkvæmt nýrri skýrslu frá Seðlabanka Spánar.

Þar kemur fram að að lítilsháttar hagvöxtur muni væntanlega mælast í landinu á þriðja ársfjórðungi og dregið hefur úr atvinnuleysi það sem af er ári.

Mest fór atvinnuleysið í 26,26% en allt árið hefur nýskráningum farið fækkandi. Þessu fylgir aukin bjartsýni meðal neytenda og stjórnenda fyrirtækja.

Forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, greindi frá því fyrr í vikunni að ríkisstjórnin myndi breyta hagvaxtarspá sinni fyrir næsta ár. Áður hafði því verið spáð að hagvöxturinn yrði 0,5% á næsta ári en nú er spáð 0,7% hagvexti.

Í samtali við Wall Street Journal segist Rajoy eiga von á því að hagvöxturinn verði á bilinu 0,1-0,2% á þriðja ársfjórðungi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK