Bankinn þolir ekki stífar endurgreiðslur

mbl.is

Landsbanki Íslands yrði gjaldþrota ef bankinn væri þvingaður til að standa við stífa áætlun um endurgreiðslur erlenda skulda frá og með byrjun næsta árs. Þetta segir í frétt í breska blaðsins Guardian í dag þar sem fjallað er með fund með kröfuhöfum Landsbankans.

Fundurinn var haldinn í London, en hann sátu fulltrúa Landsbankans og slitastjórnar LBI (gamla Landsbankans) og helstu forgangskröfuhafa. Fundinn sátu einnig fulltrúar frá Seðlabanka.

Fundurinn var haldinn eftir að bankastjóri Landsbankans fór þess á leit í bréfi til LBI í sumar að viðræður yrðu hafnar um að endursemja um 300 milljarða erlenda skuld bankans.

Í frétt Guardian segir að fram hafi komið á fundinum að Landsbankinn færi í þrot ef hann væri látinn standa við fyrri áætlun um endurgreiðslur erlendra skulda. Í fréttinni segir einnig að fulltrúi Seðlabankans hafi á fundinum lýst yfir stuðningi við ósk Landsbankans um að endursamið yrði um skuldina. Endurgreiðslurnar væru of stífar og of þungar fyrir efnahag landsins.

Guardian segir að staðan í þessu máli sé mjög viðkvæm. Haft er eftir einum sem tengist körfuhöfunum að hann byggist ekki við að Íslendingar fengju mjög hlýjar viðtökur við óskum sínum.

Í fréttinni er fjallað um Icesave-deiluna og dóm EFTA-dómstólsins sé féllst á sjónarmið íslenskra stjórnvalda. Þá er vikið að áformum stjórnvalda um skuldaleiðréttingar heimilanna og að stjórnvöld áformi að fjármagna þessar leiðréttingar á kostnað erlendra kröfuhafa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK