Holland komið út úr samdrætti

AFP

Samdráttarskeiðinu er lokið í hollensku efnahagslífi samkvæmt nýjum tölum um landsframleiðslu þar í landi. Mældist hagvöxturinn 0,1% á þriðja ársfjórðungi samkvæmt tölum Hagstofu Hollands.

Aftur á móti er samdrátturinn 0,6% á milli ára. Á öðrum ársfjórðungi mældist samdrátturinn 0,1% í Hollandi og var það fjórði ársfjórðungurinn í röð þar sem samdráttur ríkti í hollensku efnahagslífi.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK