Segir skatta á ferðaþjónustu ekki hækka

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Ómar Óskarsson

Það hafa komið 200 mismunandi hugmyndir um hvernig eigi að rukka inn gjöld á ferðamenn til að geta ráðist í uppbyggingu ferðamannastaða þannig að þeir geti tekið við aukinni umferð. Þetta sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á markaðsdögum Icelandair í dag.

Ragnheiður lagði áherslu á að þetta þetta væri tíminn til að koma öllum hugmyndum saman og vinna að framtíðarlausn á málinu. „Við þurfum að vinna í þessu og sá tími er núna“ sagði Ragnheiður og óskaði eftir að allir sem hefðu skoðun á málinu kæmu þeim á framfæri svo hægt væri að taka mið af þeim við vinnuna framundan.

Skattar munu ekki hækka á ferðaþjónustuna

Í gegnum fyrirlesturinn sinn lagði hún mikla áherslu á skattamál og sagði forsvarsmenn flugfélagsins ekki þurfa að hafa áhyggjur af hækkandi sköttum á flugfélög eða ferðaþjónustuna, heldur ætti frekar að búast við skattalækkunum. „Á síðustu árum hafa bara verið hækkanir, en við erum byrjuð að snúa við þessu stóra olíuskipi sem ríkið er og ætlum okkur frekar að lækka þá,“ sagði Ragnheiður og benti á að sú vinna væri þegar hafin.

Þá tók hún einnig undir áhyggjur forsvarsmanna Icelandair um svarta markaðinn í ferðaþjónustu og sagði áhyggjuefni að slíkt viðgengist í miklu magni. Ragnheiður sagði aftur á móti að besta leiðin til að losna við slíkt brask væri að hafa umhverfið þannig að það væri ekki þess virði að reka slíka starfsemi. Í því tilfelli væri best að lækka skatta. 

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir