Sparnaður aukist til að komast í gegnum „skuldaskaflinn“

Þungir þankar á peningamálafundi Viðskiptaráðs í gærmorgun.
Þungir þankar á peningamálafundi Viðskiptaráðs í gærmorgun. mbl.is/Rósa Braga

Þótt vextir Seðlabanka Íslands myndu lækka um þrjú prósentustig myndi það litlu breyta varðandi fjárfestingastig í hagkerfinu.

Meira máli skiptir að reyna að kynda undir aukinn þjóðhagslegan sparnað, í stað meiri einkaneyslu og skuldsetningar, eigi að takast að komast í gegnum þann „skuldaskafl“ sem íslenska þjóðarbúið stendur frammi fyrir.

Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Más Guðmundsssonar seðlabankastjóra á árlegum peningamálafundi Viðskiptaráðs í gærmorgun sem bar yfirskriftina „Hvar stöndum við fimm árum eftir hrun?“. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að hann vakti ennfremur athygli á því að lítil fjárfesting væri ekki vandamál sem væri einskorðað við Ísland heldur glímdu mörg önnur ríki á Vesturlöndum við sama vanda í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK