Náðu upplýsingum frá 40 milljón kreditkortum

Target rekur 1.797 verslanir í Bandaríkjunum.
Target rekur 1.797 verslanir í Bandaríkjunum. JOE RAEDLE

Allt bendir til að þjófar hafi komist yfir upplýsingar frá eigendum 40 milljón kreditkorta sem verslað hafa í bandarísku stórversluninni Target undnafarna daga, en þjófnaðurinn stóð yfir í þrjár vikur áður en hann uppgötvaðist.

Þjófarnir komust yfir kreditkortanúmer, nöfn eigenda kortanna, gildistíma og öryggisnúmer.

Ekki er ljóst hvernig þjófarnir komust yfir þessar upplýsingar. Þjófnaðurinn hófst í lok nóvember og náði m.a. til „Svarta föstudagsins“, sem er annasamasti verslunardagur ársins í Bandaríkjunum. Þjófnaðurinn náði til allra 1.797 verslananna sem Target rekur.

Gregg Steinhafel, forstjóri Target, segir í yfirlýsingu, að verslunin taki þennan þjófanað mjög alvarlega. Verslunin vinni með lögreglu að því að finna þá sem stóðu að þjófnaðinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK