Tollar og reglur ESB í veginum

Frá morgunverðarfundi AMIS.
Frá morgunverðarfundi AMIS. mbl.is/Hjörtur

Verulegur samdráttar hefur orðið á innflutningi fyrirtækisins Innnes á vörum frá Bandaríkjunum. Einungis 12% af veltu fyrirtækisins eru í dag vegna vöruinnflutnings þaðan og fer það hlutfall minnkandi.

Þetta sagði Lovísa Jenný Sigurðardóttir, markaðsstjóri Innnes, á morgunverðarfundi Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins sem fram fór í morgun en þar var rætt um hindranir í viðskiptum á milli Íslands og Bandaríkjanna. Lovísa sagði ástæðuna fyrir þessum samdrætti ekki síst vera vegna viðskiptahindrana. Þar væri meðal annars um að ræða tolla, rannsókna- og ráðgjafakostnað, kostað við endurmerkingar vara og tjón vegna tapaðra viðskipta.

Þannig benti hún sem dæmi á að Innnes hafi þurft að hætta að flytja inn kex frá Bandaríkjunum vegna þess að það hafi ekki lengur verið samkeppnishæft við kex frá Evrópusambandinu vegna kostnaðar og tolla. Fara þyrfti út í umtalsverðan kostnað vegna aðkeyptrar ráðgjafar vegna ólíkra vörumerkinga í Bandaríkjunum og í Evrópusambandinu sem giltu hér á landi vegna EES-samningsins.

Til að mynda væri aukaefnalistinn töluvert ólíkur í þeim efnum. Dæmi væru um að vörur væru bannaðar hér samkvæmt reglum Evrópusambandsins vegna aukaefnis sem engu að síður væri leyfilegt í öðrum vörum. Það færi mikil vinna í að kanna hvort einhver efni væru í vörum sem væru bönnuð af sambandinu og eins að opna alla kassa og merkja hverja vöru í samræmi við reglur þess svo dæmi væru tekin.

Flækjustigið væri þar af leiðandi mikið. Bandarískir framleiðendur virtust haga merkingu matvæla sinna í litlum mæli í samræmi við regluverk Evrópusambandsins. Kostaðurinn við að framfylgja regluverkinu í þessum efnum hlypi auðveldlega á milljónum.

Frétt mbl.is: Vörugjöld og tollar mesti vandinn

Frétt mbl.is: Hyggst sækja bætur til MAST

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK