GreenQloud og Advania í samstarf

Eyjólfur Magnús Kristinsson, framkvæmdarstjóri rekstrarlausna hjá Advania, Gísli Kr, sölustjóri …
Eyjólfur Magnús Kristinsson, framkvæmdarstjóri rekstrarlausna hjá Advania, Gísli Kr, sölustjóri hjá GreenQloud og Bjarni Ingimar Júlíusson, framkvæmdarstjóri þróunarsviðs hjá GreenQloud!.

Advania og GreenQloud hafa samið um að Advania bjóði upp á skýjalausnir GreenQloud, en það er fyrsta tölvuský heims sem er eingöngu knúið endurnýjanlegri orku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Eyjólfur Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausna Advania, segir þessa laun sérstaklega passa nýjum fyrirtækjum. „Það er okkur sönn ánægja að vinna með vaxandi sprotafyrirtæki eins og GreenQloud en það fyrirtæki hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir snjallar og umhverfisvænar lausnir. Við sjáum fyrir okkur að þessi lausn henti sérstaklega fyrir ný fyrirtæki í hröðum vexti,“ segir Eyjólfur.

Bala Kamallakharan, framkvæmdastjóri GreenQloud, segir þetta bæta stöðu fyrirtækisins á alþjóðlegum markaði. „Samstarfið mun styrkja stöðu GreenQloud á íslenska markaðinum, í Skandinavíu og víðar ásamt því að gera Advania kleift að bjóða upp á fjölbreyttari skýjalausnir,“ segir Bala.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK