Laun bankastjóra snarhækkuðu í fyrra

Heildarlaun bankastjóra stóru viðskiptabankanna þriggja.
Heildarlaun bankastjóra stóru viðskiptabankanna þriggja. Mynd/mbl.is

Heildarlaun bankastjóra viðskiptabankanna þriggja voru á bilinu 22,2 milljónir upp í 50,7 milljónir á síðasta ári. Það þýðir um 1,85 milljónir upp í 4,2 milljónir í heildarlaun á mánuði. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, var með hæstu launin, 50,7 milljónir á síðasta ári. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans var aftur á móti lægst launaður af þeim þremur, en heildarlaun hans yfir árið voru 22,2 milljónir. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka var þar á milli með 40 milljónir í árslaun.

Laun Steinþórs hækkuðu mest milli ára og fóru upp um 56% milli ára, en heildarlaun hans á síðasta ári námu 14,2 milljónum. Stór hluti hækkunarinnar er í formi hlutabréfahlunninda upp á 4,2 milljónir. Laun Birnu hækkuðu um 35%, en í fyrra var hún með 29,7 milljónir í árslaun. Í ár voru 3,6 milljónir af heildartekjum hennar árangurstengdar greiðslur. Laun Höskuldar hækkuðu minnst, en hann hélt samt sem áður hæstu laununum. Laun hans hækkuðu um 14% milli ára, en heildartekjur hans á síðasta ári voru 44,5 milljónir. Almenn launavísitala hækkaði í fyrra um 6% samkvæmt Hagstofu Íslands.

Upplýsingar um laun Steinþórs voru leiðrétt í fréttinni 6. mars, samanber þessa frétt.

Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka.
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka.
Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka.
Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka. mbl.is/Ómar Óskarsson
Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir