Kaupir fasteignir Vísis á Húsavík

Heiðrún Jónsdóttir, stjórnarformaður Norðlenska, og Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, …
Heiðrún Jónsdóttir, stjórnarformaður Norðlenska, og Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, undirrita kaupsamninginn. mbl.is

Kjötvinnslufyrirtækið Norðlenska hefur fest kaup á öllum fasteignum útgerðarfélagsins Vísis hf. á Húsavík. Fram kemur í fréttatilkynningu að um sé að ræða frystigeymslur og vinnslusal fyrirtækisins, skrifstofur, gistiheimili og geymslur. Samtals um 5 þúsund fermetra. Kaupsamningur þess efnis var undirritaður í dag.

„Sala fasteignanna var tekin í kjölfar ákvörðunar Vísis um að flytja starfsemi sína frá Húsavík til Grindavíkur, en forsvarsmenn Vísis lögðu mikla áherslu á að áfram yrði atvinnurekstur í húsnæðinu. Með kaupunum mætir Norðlenska þörf fyrirtækisins fyrir aukið frystirými á Húsavík en um leið skapast tækifæri fyrir frekari starfsemi fyrirtækisins á staðnum sem verða tekin til skoðunar á næstu vikum og mánuðum. Starfsmannastjóri Norðlenska mun í framhaldi af kaupunum ræða við þá starfsmenn sem ekki þáðu störf hjá Vísi í Grindavík um möguleika þeirra til vinnu hjá félaginu,“ segir ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK