Kaupir fasteignir Vísis á Húsavík

Heiðrún Jónsdóttir, stjórnarformaður Norðlenska, og Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, …
Heiðrún Jónsdóttir, stjórnarformaður Norðlenska, og Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, undirrita kaupsamninginn. mbl.is

Kjötvinnslufyrirtækið Norðlenska hefur fest kaup á öllum fasteignum útgerðarfélagsins Vísis hf. á Húsavík. Fram kemur í fréttatilkynningu að um sé að ræða frystigeymslur og vinnslusal fyrirtækisins, skrifstofur, gistiheimili og geymslur. Samtals um 5 þúsund fermetra. Kaupsamningur þess efnis var undirritaður í dag.

„Sala fasteignanna var tekin í kjölfar ákvörðunar Vísis um að flytja starfsemi sína frá Húsavík til Grindavíkur, en forsvarsmenn Vísis lögðu mikla áherslu á að áfram yrði atvinnurekstur í húsnæðinu. Með kaupunum mætir Norðlenska þörf fyrirtækisins fyrir aukið frystirými á Húsavík en um leið skapast tækifæri fyrir frekari starfsemi fyrirtækisins á staðnum sem verða tekin til skoðunar á næstu vikum og mánuðum. Starfsmannastjóri Norðlenska mun í framhaldi af kaupunum ræða við þá starfsmenn sem ekki þáðu störf hjá Vísi í Grindavík um möguleika þeirra til vinnu hjá félaginu,“ segir ennfremur.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK