GreenQloud og ARK í samstarf

Þeir Jón Ágúst Þorsteinsson, stjórnarformaður ARK Technology og Jón Þorgrímur …
Þeir Jón Ágúst Þorsteinsson, stjórnarformaður ARK Technology og Jón Þorgrímur Stefánsson, framkvæmdarstjóri GreenQloud handsala samkomulagið. Mynd/Birgir Ísleifur

Rannsóknarfélagið ARK Technology og tölvufyrirtækið GreenQloud hafa gengið til samstarfs um tæknilega ráðgjöf við útfærslur á lausnum ARK sem fela í sér eftirlit með útblæstri gróðurhúsalofttegunda og annarra mengunarvalda. Lausnina geta fyrirtæki og aðilar sem reka skip nýtt til þess að minnka útblástur síns flota og þar með mæta lagasetningum sem Evrópusambandið hefur kynnt og taka gildi árið 2016.

Nokkur samleið er með fyrirtækjunum, því bæði leggja áherslu á umhverfismál í sínum rekstri. ARK í gegnum tækni sem fylgist með mengun og GreenQloud með að vera fyrsta umhverfisvæna tölvuskýið í heiminum.

„Samstarf GreenQloud og ARK hefur nú verið skrifað í skýin. Það er virkilega spennandi að félag eins og ARK Technology sem hefur það sem sitt meginmarkmið að halda höfum heims hreinum og lausum við mengun, velji GreenQloud sem samstarfsaðila,“ segir Jón Þorgrímur Stefánsson Framkvæmdarstjóri GreenQloud í tilkynningu frá félaginu.

ARK Technology er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki stofnað haustið 2013. Það þróar hátæknilausn til að mæla áhrif skipaumferðar á umhverfið. Hluti af kjarnastarfsemi félagsins felst í því að rannsaka og mæla útblástur skipa, sem og að rannsaka áhrif lagasetningar til verndar umhverfisins. Mbl.is hefur áður fjallað um þetta nýja fyrirtæki, en það er í eigu systkinanna Þorsteins Svans Jónssonar og Sigrúnu Jónsdóttur og föðurs þeirra, dr. Jón Ágúst Þorsteinsson, en hann er stjórnarformaður félagsins og stofnandi Marorku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK