Reiðhjólahnakkar í stað þægilegra sæta

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus vakti marga til umhugsunar þegar sótt var um einkaleyfi á gluggalausum flugvélum. Undrun er hins vegar rétta orðið yfir viðbrögð við nýjasta einkaleyfinu, á nokkurs konar reiðhjólahnakk sem kæmi í stað hefðbundinna flugvélasæta.

Í umsókn Airbus kemur fram að með nýju uppfinningunni sé hægt að fjarlægja fyrirferðarmikil hefðbundin flugvélasæti og skipta þeim út fyrir umrædda hnakka. Þannig sé einnig hægt að koma mun fleiri farþegum um borð í farþegaþotur framtíðarinnar. Með hnökkunum í farþegaþotum er ekki gert ráð fyrir miklu plássi fyrir hvern farþega, ekki hauspúða og bakka og fótarými er einnig af skornum skammti.

„Margar, ef ekki flestar, af þeim hugmyndum sem við sækjum um einkaleyfi á verða aldrei þróaðar frekar. En ef svo fer að farþegaflug framtíðarinnar þróast á þann veg að einkaleyfi okkar koma til greina er gott að þau njóti viðeigandi verndar,“ segir Mary Anne Greczyn, talskona Airbus. „Sem stendur er þetta einkaleyfi ekki á öðru en hugmyndastigi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK