Microsoft eignast Minecraft

Minecraft
Minecraft

Sænska tölvuleikjafyrirtækið Mojang tilkynnti í dag um yfirtöku bandaríska hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft en þar með eignast síðarnefnda fyrirtækið tölvuleikinn gríðarvinsæla Minecraft. Stofnendur Majong munu láta af störfum og það vellauðugir en samningurinn hljóðar upp á 2,5 milljarða Bandaríkjadala.

Minecraft hefur náð mikilli útbreiðslu á umliðnum árum en í leiknum eru spilaranum gefnar frjálsar hendur til að byggja upp eigin veröld. Verja þeir því margir dágóðum fjölda klukkustunda á dag í leiknum.

Það er þessi fjöldi spilara og þessi hollusta þeirra við Minecraft sem Microsoft sér hag í. Þannig hyggst fyrirtækið lokka þennan stóra hóp spilara til Xbox One leikjatölvunnar, sem Microsoft framleiðir, en sala á henni hefur verið undir væntingum.

Meira en fimmtíu milljón eintök hafa selst af Minecraft frá því fyrsta útgáfa tölvuleiksins var gefin út árið 2009.

 
mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir