„Látum aðrar þjóðir um fjandskap við Rússa“

Ásmundur Friðriksson alþingismaður.
Ásmundur Friðriksson alþingismaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki halda nú að sér höndum um sölu á sjávarafurðum til Rússlands en engar bankatryggingar er að fá fyrir greiðslum á sjávarafurðum sem þangað eru fluttar, skrifar Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Facebook-síðu sína í dag. Hann bendir á að Rússar hafi sýnt íslensku þjóðinni drenglyndi á síðustu árum. 

Nú eru Rússar í kröggum,“ skrifar Ásmundur. „Ég velti fyrir mér hvort Ísland geti ekki á einhvern hátt komið Rússum til aðstoðar í þeirra þrengingum og við um leið tryggt okkar mikilvægu markaði þar í landi. Við munum það vel þegar við fluttum út fisk til Rússlands í vöruskiptum og í seinni heimstyrjöldinni sendum við Bretum fisk sem síðar var greiddur með nýsköpunartogurum þegar styrjöldinni lauk. Bretar þökkuðu okkur seinna með hryðjuverkalögum þegar við Íslendingar lágum á fjórum fótum þjökuð þjóðin af bankahruni.

Svo skrifar Ásmundur: „Ég velti fyrir mér hvort við lítil þjóð með stórt hjarta gæti ekki fundið leið til að hjálpa stórþjóð í vanda með vöruskiptum eða á annan hátt sem gæti tryggt sameiginlega hagsmuni okkar og Rússa.

Makrílveiðar skila þjóðarbúinu á bilinu 20-25 milljörðum króna á ári og skapa rúmlega þúsund störf á sjó og landi og það er allt sem skiptir þjóðarbúið máli. Látum aðrar þjóðir um fjandskap við Rússa.“

Sjá grein Ásmundar í heild hér.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir