Bindingar og pískar teljast normið

Kynlífstækjaiðnaðurinn má færa höfundi 50 Shades of Grey sínar bestu …
Kynlífstækjaiðnaðurinn má færa höfundi 50 Shades of Grey sínar bestu þakkir. AFP

Eigandi verslunarinnar Adam & Evu segir sölu á léttum bindingarbúnaði hafa stóraukist eftir útgáfu 50 Shades of Grey bókaseríunnar og von er á meiri vexti þegar kvikmyndin verður frumsýnd á næstkomandi föstudag.

Ljóst er að almennur áhugi á kynlífshjálpartækjum hefur aukist verulega en samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar jókst innflutningur á þessum vörum, þ.e. vörum sem flokkast í tollflokkinn „Önnur nuddtæki“, um 142 prósent á síðasta ári. Þá var aukningin einnig mjög mikil á síðustu þremur mánuðum ársins 2014, eða sem nam um 220 prósent að verðmæti. 

Í þessum tölum er þó ekki unnt að greina hversu mikið verslanir eru að flytja inn og hversu mikið einstaklingar eru að kaupa beint frá erlendum netverslunum. Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, segir að þó megi gera ráð fyrir að töluvert af sendingunum sé vegna netkaupa Íslendinga frá útlöndum og bendir á nýlega skýrslu rannsóknarsetursins þar sem fram kom að fjöldi erlendra smásendinga til einstaklinga hafi tvöfaldast á stuttum tíma, þótt ekki sé hægt að greina hversu stóra hlutdeild kynlífstækin séu með.

Ekki bara í „BDSM skúmaskotum“

Þorvaldur Steinþórsson, eigandi verslunarinnar Adam & Evu, telur vitundarvakningu hafa fylgt bókaseríunni fyrrnefndu, þar sem  fólk hefur áttað sig á því að hjálpartækin eigi ekki einungis heima í „BDSM skúmaskotum“. Hann segir létt bindingartæki, augngrímur og píska hafa rokið út eftir að bækurnar náðu vinsældum og jafnvel orðið eitthvað sem teljist til normsins í kynlífi en allir fyrrgreindir hlutir koma við sögu í 50 Shades of Grey bókaseríunni.

Hann bendir jafnframt á að neyslumynstrið hafi breyst á liðnum árum þar sem fólk sækir frekar í vandaðar og svokallaðar lúxusvörur. „Þetta snýst orðið um skynjunina og hugsunina enda er sagt að heilinn sé öflugasta kynfærið,“ segir Þorvaldur.  „Fólk talar stundum um þessar bækur eins og einhverja öfga en meginþráðurinn snýst um upplifunina og fegurðina,“ segir Þorvaldur. „Mér finnst þróunin vera í rétta átt. Pör eru t.d. að kaupa búninga sem eru fíngerðari og sýna ekki endilega svakalega mikið heldur leggja áherslu á líkamann og fegurðina,“ segir hann.

Ekki er ljóst hversu mikil aukning hefur orðið á innflutningi á búnaði sem tengist bókaflokknum beint, en hann fellur ekki undir sama tollflokk og rafknúin kynlífstæki sem falla undir fyrrnefndan flokk. Ljóst má því vera að almennur innflutningur á kynlífstækjum hefur aukist meira en þar greinir.

Borðspil og bækur vinsælar

Þorvaldur segir erótísk borðspil og bækur sem tengjast bindingum einnig hafa rokið út. Hann segist fyrst hafa keypt spilin inn fyrir um sex árum síðan en þá hreyfðust þau varla í hillunum. Staðan sé hins vegar allt önnur núna. Þá hafa bækurnar einnig notið mikilla vinsælda og telur Þorvaldur að fólk sé ef til vill að leita eftir innblæstri.

Samkvæmt talningu blaðamanns eru ellefu fyrirtæki á Íslandi sem sérhæfa sig í sölu á kynlífsleikföngum, flest sem eru netverslanir. Í mörgum þeirra er hægt að fá sértaka 50 Shades of Grey pakka þar sem finna má allt það helsta úr bókunum. Þorvaldur segir slíka pakka hafa selst ágætlega og séu þeir ágætis byrjun fyrir þá sem hafa áhuga.

Stærsti viðburður kynlífstækjaiðnaðarins

Aukin viðskipti af þessum toga einskorðast ekki við Ísland því danski vefurinn Local hefur einnig greint frá því að mikil söluaukning hafi verið á kynlífsleikföngum í Danmörku og til þess að bregðast við eftirspurninni hefur að undanförnu verið tvöfalt meira keypt inn af þeim leikföngum sem ef til vill teljast á jaðrinum.

Það sama segir í umfjöllun New York Times þar sem fram kemur að kynlífstækjaiðnaðurinn treysti á að bíómyndin muni stórauka sölu. Er meðal annars nefnt að fjölskylduvæna verslunarkeðjan Target hafi tekið í sölu svokallaðan „Fifty Shades of Grey - Vibrating love ring“. Það mun vera hringur sem karlmönnum er ætlað að bera - en þó ekki á fingri. 

Claire Cavanah, eigandi verslunarkeðjunnar Babeland, sem selur kynlífsleikföng, segir frumsýningu kvikmyndarinnar vera eitt stærsta augnablikið í sögu kynlífstækjaiðnaðarins. 

Á síðasta ári greindi bókaforlagið Vintage Books, sem gaf út 50 Shades of Grey bókina, að yfir 100 milljónir eintaka hefðu selst en það mun vera langsöluhæsta erótíska bók allra tíma.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/SfZWFDs0LxA" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
Búnaður tengdur myndinni hefur notið mikilla vinsælda.
Búnaður tengdur myndinni hefur notið mikilla vinsælda. AFP
Bindingarbúnaður, augngrímur og pískar njóta mikilla vinsælda.
Bindingarbúnaður, augngrímur og pískar njóta mikilla vinsælda. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK