Opna nýsköpunarsetur í Borgartúni

Elvar Þormar, framkvæmdastjóri ReonTech.
Elvar Þormar, framkvæmdastjóri ReonTech.

Nýtt nýsköpunarsetur á vegum KPMG og ReonTech verður opnað á föstudaginn. Verkefnið er samstarfsverkefni fyrirtækjanna tveggja en KPMG leggur til 350 m2 húsnæði í Borgartúni 27 á hagstæðum kjörum auk ýmissar annarrar aðstöðu og ráðgjafar.

Framtak er að fullu á ábyrgð KPMG og ReonTech og nýtur engra opinberra styrkja eða fyrirgreiðslu að því er segir í tilkynningu.

ReonTech mun bera ábyrgð á daglegum rekstri og sjá um að velja inn nýsköpunarfélög. Viðtökur eru sagðar hafa verið frábærar og er húsið orðið svo til fullt, en meðal þeirra félaga sem eru komin með aðstöðu má nefna, Radiant Games, Gracipe, IcelandUnlimited, Búngaló og Authenteq.

Eitthvað pláss eftir

KPMG telur mikilvægt að styðja við nýsköpun og vill styrkja frumkvöðla til sinna starfa. Þess vegna ákváðum við að kosta fjármunum í þetta nýja Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur og vonumst til að með því geti KPMG lagt sitt af mörkum til frumkvöðlastarfsemi. Við teljum mikilvægt að fyrirtæki gangi á undan með góðu fordæmi og KPMG ber því sjálft kostnað af þessu, en verkefnið nýtur ekki neinna opinberra styrkja,“ er haft eftir Hlyni Sigurðssyni, meðeiganda hjá KPMG.

Nýja Nýsköpunar- og frumkvöðlasetrið gefur frumkvöðlum góða aðstöðu til að sinna starfsemi sinni. Það er mjög mikilvægt að nýsköpunarfyrirtæki búi við öruggar aðstæður og geti einbeitt sér sem best að starfsemi sinni. ReonTech mun eftir þörfum aðstoða þau fyrirtæki sem sækjast eftir að komast að. Þetta hefur mælst vel fyrir og húsnæðið er svo til fullt, en eitthvað pláss er þó eftir,“ er haft eftir Elvari Þormar, framkvæmdastjóra hjá ReonTech.

Hlynur Sigurðsson, meðeigandi hjá KPMG.
Hlynur Sigurðsson, meðeigandi hjá KPMG.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK