Gjaldeyrishöftum aflétt innan tveggja ára

Heiðar Kristjánsson

Meirihluti þingmenna telur að gjaldeyrishöftunum verði aflétt áður en kjörtímabilinu lýkur eftir tvö ár. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem Bloomberg fréttastofan gerði meðal alþingismanna.

Í frétt Bloomberg kemur fram að allir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, fyrir utan þrjá þingmenn, segi að gjaldeyrishöftunum verði aflétt fyrir árið 2017. Ekki var spurt um álit ráðherranna í könnuninni.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í viðtali við Bloomberg, að það sé gríðarlega mikilmægt fyrir hagkerfið og vinnumarkaðinn að gjaldeyrishöftunum sé aflétt. En stjórnarandstaðan er ekki jafn sannfærð því 16 af 25 þingmönnum stjórnarandstöðunnar telja að ekki verði búið að aflétta höftunum árið 2017.

Frétt Bloomberg

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK