Áhrifin hríslast um markaðinn

Downing stræti 10
Downing stræti 10 AFP

Áhrif kosningaúrslitanna í Bretlandi hafa hríslast um markaðinn og pundið tók stærsta stökk gagnvart Bandaríkjadal frá árinu 2009 í morgun þegar það styrktist um tvö prósent.

FTSE vísitalan í bresku kauphöllinni hækkaði þá um 150 stig eða tvö prósent í morgun en lækkaði þó lítillega aftur síðar en hækkunin nemur enn 100 stigum. 

Íhaldsflokkurinn vann stórsigur í bresku þing­kosn­ing­un­um í gær og útlit er því fyrir að David Cameon, forsætisráðherra, haldi sinni stöðu.  Úrslit­in teljast hins vegar gríðarleg von­brigði og ósig­ur fyr­ir Verka­manna­flokk­inn og Frjáls­lynda demó­krata.

<blockquote class="twitter-tweet">

Pound jumps and shares to surge after Cameron's general election triumph - live updates <a href="http://t.co/MUnOGARmtM">http://t.co/MUnOGARmtM</a> <a href="http://t.co/0d4j0vpqMn">pic.twitter.com/0d4j0vpqMn</a>

— Graeme Wearden (@graemewearden) <a href="https://twitter.com/graemewearden/status/596551008781791232">May 8, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Talið er að úrslitin muni losa um eftirspurnarstíflu á breska fasteignamarkaðnum þar sem margir hafa haldið að sér höndum vegna umræðu um hinn svokallaða Mansion tax, eignaskatt sem átti að leggjast á húsnæði sem metið er á yfir tvær milljónir punda. Verkamannaflokkurinn hafði talað fyrir skattinum en í ljósi ósigurs þeirra er ólíklegt að skatturinn verði að veruleika. 

Auk þess sem gengi bréfa í fasteignafélögum hækkaði, tóku bréf í orkufyrirtækjum kipp, þar sem sigur verkamannaflokksins hefði einnig haft afleiðingar fyrir þau. Gengi hlutabréfa í félaginu Centrica, eiganda breska olíufélagsins British Gas, hafa t.a.m. hækkað sjö prósent í morgun.

Í samtali við BBC segir sérfræðingur að markaðurinn kunni að meta stöðugleika.

Hins vegar er bent á að hækkunin gæti verið skammlíf vegna óvissu um aðild Bretlands að Evrópusambandinu en meðal kosningaloforða Cameron var þjóðaratkvæðagreiðsla þar um á árinu 2017.

Frétt BBC.

Frétt The Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK